Hekluhestar, hestaferðir

Hugmyndin að Hekluhestum kviknaði þegar Jón og Nicole fóru tvö saman í hestaferð uppá Landmannaafrétt sem býður uppá stórbrotið landslag og náttúru. Þegar fór að styttast í annan endann á ferðinni fældust trússhestarnir þannig eitthvað af matnum fór til spillis. Þau urðu því að snúa heim degi fyrr en áætlað var, deginum eftir gaus Hekla. Upplifun þeirra á næmni hestanna fyrir náttúrunni og orku Heklu varð til þess að þau stofnuðu Hekluhesta 1981. Síðan þá hafa fjölmargir hópar ferðast um hálendið með þeim. Nú hefur Aníta dóttir þeirra tekið við, en hún hefur tekið þátt í hestaferðunum síðan hún var smá stelpa.

Jón et NicoleAníta

Sveitabærinn Austvaðsholti er þar sem hjarta Hekluhesta slær, heimili 80 hesta sem hafa verið ræktaðir með hestaferðirnar í huga, ljúfir og ganggóðir. Auk hestanna eru 200 sauðfjár, íslenskir fjárhundar, geitur, svín og landnámshænur sem setja skemmtilegan svip á sveitalífið.

Gistihúsið sem er á staðnum er tilvalið fyrir minni hópa (ca 15 manns).

Sveitabærinn er vel í sveit settur, 30 mínútna keyrsla frá Selfossi og 1 klst frá Reykjavík. Hann er við hina kyrru og tæru Rangá auk þess sem frá bæjarhlaðinu sést Hekla skarta sínu fegursta auk Tindafjallajökuls, Þríhyrnings, Eyjafjallajökuls og Búrfells.

6 og 8 daga hestaferðir

Hestarferðir um Friðaland að Fjallabaki. Farið er um stórfengleg landsvæði á hálendi Íslands þar sem íslenski hesturinn fær að spreyta sig í sínu náttúrulega umhverfi. Í 6 dögunum er farið frá sveitabænum Austvaðsholti uppí Landmannalaugar og til baka aðra leið, meðal annars skoðað falleg náttúrufyrirbæri eins og Ljóta poll. Tilvalið fyrir hestaunnendur sem vilja njóta náttúru Íslands á hestbaki. Í 8 dögunum er farið frá Sveitabænum Austvaðsholti og uppí Landmannalaugar, þaðan er haldið áfram austur uppí Eldgjá, farið yfir Mælifellssand með Mýrdalsjökul skagandi yfir í öllu sínu veldi þar sem er svo endað með að ríða niður í Fljótshlíð og heim aftur í Austvaðsholt. 8 dagarnir eru fullkomnir fyrir vana hestamenn sem sækjast eftir krefjandi ferðum sem er um leið skoðað íslenska náttúru í allri sinni dýrð.

Hugmyndin að Hekluhestum kviknaði þegar Jón og Nicole fóru tvö saman í hestaferð uppá Landmannaafrétt sem býður uppá stórbrotið landslag og náttúru. Þegar fór að styttast í annan endann á ferðinni fældust trússhestarnir þannig eitthvað af matnum fór til spillis. Þau urðu því að snúa heim degi fyrr en áætlað var, deginum eftir gaus Hekla. Upplifun þeirra á næmni hestanna fyrir náttúrunni og orku Heklu varð til þess að þau stofnuðu Hekluhesta 1981. Síðan þá hafa fjölmargir hópar ferðast um hálendið með þeim. Nú hefur Aníta dóttir þeirra tekið við, en hún hefur tekið þátt í hestaferðunum síðan hún var smá stelpa.

Jón et NicoleAníta

Sveitabærinn Austvaðsholti er þar sem hjarta Hekluhesta slær, heimili 80 hesta sem hafa verið ræktaðir með hestaferðirnar í huga, ljúfir og ganggóðir. Auk hestanna eru 200 sauðfjár, íslenskir fjárhundar, geitur, svín og landnámshænur sem setja skemmtilegan svip á sveitalífið.

Gistihúsið sem er á staðnum er tilvalið fyrir minni hópa (ca 15 manns).

Sveitabærinn er vel í sveit settur, 30 mínútna keyrsla frá Selfossi og 1 klst frá Reykjavík. Hann er við hina kyrru og tæru Rangá auk þess sem frá bæjarhlaðinu sést Hekla skarta sínu fegursta auk Tindafjallajökuls, Þríhyrnings, Eyjafjallajökuls og Búrfells.

Ferðir í boði hjá Hekluhestum

6 og 8 daga hestaferðir

Tími: Júní-Ágúst

Hestarferðir um Friðaland að Fjallabaki. Farið er um stórfengleg landsvæði á hálendi Íslands þar sem íslenski hesturinn fær að spreyta sig í sínu náttúrulega umhverfi. Í 6 dögunum er farið frá sveitabænum Austvaðsholti uppí Landmannalaugar og til baka aðra leið, meðal annars skoðað falleg náttúrufyrirbæri eins og Ljóta poll. Tilvalið fyrir hestaunnendur sem vilja njóta náttúru Íslands á hestbaki. Í 8 dögunum er farið frá Sveitabænum Austvaðsholti og uppí Landmannalaugar, þaðan er haldið áfram austur uppí Eldgjá, farið yfir Mælifellssand með Mýrdalsjökul skagandi yfir í öllu sínu veldi þar sem er svo endað með að ríða niður í Fljótshlíð og heim aftur í Austvaðsholt. 8 dagarnir eru fullkomnir fyrir vana hestamenn sem sækjast eftir krefjandi ferðum sem er um leið skoðað íslenska náttúru í allri sinni dýrð.

Stuttir reiðtúrar

Tími: Allan ársins hring

Miðnæturreiðtúr

Tími: Júní

Gestir koma til okkar á sveitabæinn Austvaðsholt um kvöldið. Boðið er uppá kaffi áður en lagt er af stað um 21:30 leytið til að sækja hestana. Gestir taka þátt í að bursta hestunum og gera þá tilbúna fyrir reiðtúrinn. Lagt er af stað þegar allt er orðið klárt. Klukkan er eflaust á milli 22:00-22:30 . Riðið er af stað frá sveitabænum í átt að Rangá og riðið meðfram henni með útsýnið yfir Heklu og fjallahringinn í kring. Reiðtúrinn varir í tvo til þrjá tíma, á meðan miðnætursólin skartar sínu fegursta. Þegar heim er komið aftur er boðið uppá heitt kakó og heimatilbúið bakkelsi. Svefnpokaplássgisting er innifalinn í gistihúsinu á bænum. Daginn eftir er boðið uppá brunch.

Hægt er að sækja gesti í rútuna á Hellu eða sækja það til Reykjvíkur ef þeir eru fjórir eða fleiri.

Sumarnæturævintýri – 4. dagar

Tími: Maí og Júní

1. dagur. Gestir koma að bænum Austvaðholti í Landsveit, stutt frá Hellu. Boðið er uppá hádegismat og gert nesti fyrir daginn. Farið af stað til að ná í hestana og gera þá klára fyrir daginn. Lagt er af stað og riðið meðfram Rangá með útsýni yfir Heklu og fjöllin í kring. Riðið er í um fjóra tíma. Hestarnir skildir eftir í Skarði í Landsveit og keyrt er til baka að Austvaðsholti og þar snæddur kvöldmatur. Eftir kvöldmat er lagt af stað uppí Landmannlaugar og tekin smá göngutúr þar og baðað sig í lauginni um leið og miðnætursólinn vermir andlitið. Heimkoma milli eitt og tvö um nóttina.

2. dagur. Gestir fá að sofa út til tíu, ellefu leytið, brunch snæddur og gert er nesti fyrir daginn. Riðið er frá Skarði í gegnum fallegan birkiskóg, meðfram Þjórsá og farið að Búrfelli og að Rjúpnavöllum. Þar eru hestarnir skildir eftir og keyrt aftur heim þar sem kvöldmatur er snæddur og keyrt svo af stað í Þórsmörk. Þar er farið í göngutúr og skoða jöklana baðaða í allri sinni dýrð í miðnætursólinni fögru.

3. dagur. Brunch um tíu, ellefu leytið, smurt nesti og keyrt aftur að Rjúpnavöllum og hestarnir gerðir klárir. Riðið meðfram Rangá og framhjá Heklubæjunum. Haldið er áfram að Fossi á Rangárvöllum sem er við rætur Þríhyrnings og við Rangá eystri. Kvöldmatur snæddur og keyrt af stað til Vík, þar sem stoppað verður á leiðinni á áhugaverðum stöðum.

4. dagur. Brunch er um tíu, ellefu leytið. Gert nesti og keyrt af stað til hestanna á Fossi. Riðið af stað í gegnum hollt og hæðir á heimleið. Farið er yfir Rangá ytri og gæti það gerst að gestir blotni hressilega í lappirnar en það er rétt fyrir heimkomu þar sem gestir farið í hlýja sokka og góða sturtu. Síðasta kvöldmáltíðin snædd og keyrt af stað til að skoða Gullfoss og Geysir, á tíma sem er fátt fólk á ferli og tækifæri til að skoða falleg vatnsföll í einstakri birtu frá miðnætursólinni. Keyrt er áfram og skoðað Þingvelli og ef fólk vill er hægt að keyra það á hótel í Reykjavík eða keyrt aftur heim að Austvaðsholti og gist þar.

Leave a Reply

Your email address will not be published.