Dagstúrar

Boðið er uppá stutta reiðtúra hvort sem er ein klukkustund eða heill dagur. Allar styttri ferðir Hekluhesta eru prívat ferðir þannig þær eru aðlagaðar að þörfum hvers hóps fyrir sig.

Farið er um landareign Hekluhesta, á mjúkum kindastígum, meðfram hinni lignu Rangá Ytri  með útsýni yfir á helstu fjöllin í nágrenninu eins og Heklu, Tindafjallajökul, Þríhyrning og Eyjafjallajökul.

Þar sem fjölskyldan í Austvaðsholti er líka hefðbundnir bændur er alltaf velkomið að kíkja á kindurnar, hundana, hænurnar og hin dýrin á bænum ásamt því að fara á hestbak. Ávallt er heimamaður sem leiðir reiðtúrana.

Endilega hringið fyrir frekari upplýsingar í síma: 869 8953 eða sendið tölvupóst á hekluhesta@hekluhestar.is

Verð:

  • 1 klukkustund: 11.000 kr
  • 2 klukkustundir: 20.000 kr
  • 3 klukkustundir: 30.000 kr
  • 4-5 klukkustundir: 50.000 kr

Innifalið:

  • Leiðsögn frá heimamanni
  • Hestar og búnaður
  • Hjálmar
  • Regnföt (vonandi ekki þörf á þeim)