Gistihúsið

Gistihúsið rúmar um 16 manns hvort sem er í svefnpoka eða í uppábúnu rúmi. Það var byggt árið 1990 og líkist það víkingaskála með torfi á þakinu þar sem það fellur inní grasi gróið landslagið í kring.

Gistihúsið er tilvalið fyrir litla hópa, fjölskyldu og vini sem vilja njóta sveitakyrrðarinnar. Mikið er um afþreyingu á svæðinu, t.d. er hægt að fara í styttri og lengri reiðtúra, heimsækja fjárhúsið og kíkja á sauðburðinn sem er í maí. Stutt er í papahella sem er mjög áhugavert að skoða. Rangáinn rennur lign með tærum fossum skammt frá bænum. Um klukkutíma akstur er í helstu náttúruperlur Suðurlandsins eins og Landmannalaugar, Vík, Þórsmörk, Gullfoss og Geysir. Einnig er tilvalið að dvelja í gistihúsinu þar sem helsta markmiðið er að slaka á og skella sér í saunu sem er hliðin á gistihúsinu.  Á bænum eru líka vinaleg húsdýr eins og tveir íslenskir hundar, íslenskar landnámshænur og heimiliskötturinn.

Gistihúsið er opið allan ársinshring.