Sveitarómans
Helgar ferð um Landsveitina
Hekluhestar bjóða uppá 2 daga hestaferðir þar sem ferðast er um Landsveitina og skoðað helstu gersemar á svæðinu. Maturinn sem er borinn fram kemur frá svæðinu.
Ferðaáætlun:
- dagur: Gisting í uppábúnu rúmi þar sem hvílst er í sveitakyrrðinni fyrir komandi ævintýri.
- dagur: Morgunmatur um 9 leytið og gert nesti úr morgunverðahlaðborðinu. Þegar allir eru tilbúnir er rölt inní hesthús þar sem hestarnir eru kynntir til leiks. Þegar hestar og knapar eru tilbúnir er lagt í’ann. Farið er um landið þar sem hestarnir á bænum eru aldir upp. Riðið er meðfram Rangá ytri að Húsagarði þar sem borðað er nesti við gömul fjárhús sem hafa án efa verið innblástur hobbitahúsanna. Þegar allir eru orðnir mettir þá er riðið að Réttarnesi, sem er formfögur rétt sem var í notkun fram að Heklugosinu 1980. Þaðan er svo riðið að Skarði sem er eitt af ættaróðulum Landsveitarinnar. Um 4-5 klst á hestbaki. Þar fá hestarnir ljúffenga hagabeit og knapar halda heim þar sem heimagert bakkelsi bíður þeirra. Því næst er slökun fram að kvöldmat, ýmislegt er í boði til slökunar en einn valkostur er gufubað sem staðsett nokkrum skrefum frá gistihúsinu. Matur sem á uppruna sinn að mestu úr Landsveitinni.
- Dagur: Morgunmatur um 9 leytið. Keyrt uppað Hellum. Þar eru hinir margrómuðu Papahellar skoðaðir. Því næst er haldið til hestanna sem hafa náð góðri aflsöppun í Skarði. Riðið að Stóra Klofa og í gegnum Stóru-Valla land sem stendur heldur betur undir nafni. Lokaspretturinn er meðfram Rangánni og aftur í heimahaga. Um 3-4 klst á hestbaki. Borið fram heimagert bakkelsi við heimkomu og spjallað um liðin ævintýri.

Endilega hringið fyrir frekari upplýsingar í síma: 869 8953 eða sendið tölvupóst á hekluhesta@hekluhestar.is
Dagsetningar eftir fyrirspurn.
Verð:
95.000 kr
Innifalið:
- Leiðsögn frá heimamanni
- Hestar og búnaður
- Hjálmar
- Regnföt (vonandi ekki þörf á þeim)
- Gisting í uppábúnu rúmi í tvær nætur
- Aðgangur inn í Papahellana
- Aðgangur að gufubaði
- Morgunmatur tvo morgna
- Hádegisverður tvisvar, í nestisformi og hlaðborð.
- Heimagert bakkelsi tvo eftirmiðdaga
- Veislukvöldverður eitt kvöld