Sumarnæturævintýri

Íslenskar sumarnætur eru einstakar en leið til að gera þær enn einstakari er að vera á hestbaki rétt fyrir miðnætti og fara um holt og hæðir þar sem fuglarnir eru allt í kring, lömbin á leik og ákveðin dulúð yfir fjöllunum.

Riðið meðfram hinni kyrrlátu Rangá Ytri með frábært útsýni yfir fjöllin í nágrennninu, eins og Heklu, Tindafjallajökul, Eyjafjallajökul o.fl. Útreiðatúrin varir í um 2-3 klukkustundir þar sem tíminn er vel nýttur til að upplifa þá töfra sem miðnætursólin bíður uppá. Þegar heim er komið er boðið upp á heimagert bakkelsi með sykurpúða kakói. Boðið er uppá gistingu í uppábúnu rúmi þar sem hægt er að hvílast í sveitakyrrðinni. Næsta morgunn er boðið uppá morgunmat þegar hentar viðkomandi hóp.

Endilega hringið fyrir frekari upplýsingar í síma: 869 8953 eða sendið tölvupóst á hekluhesta@hekluhestar.is

Verð:

50.000 kr

Innifalið:

  • Leiðsögn frá heimamanni
  • Hestar og búnaður
  • Hjálmar
  • Regnföt (vonandi ekki þörf á þeim)
  • Heimagert bakkelsi og kakó
  • Gisting í uppábúnu rúmi
  • Aðgangur að gufubaði
  • Morgunmatur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.