6 daga hestaferð

Riðið um fjölbreytt landslag Fjallabaks með heimafólki. Þrautþjálfaðir hestarnir fara um stórbrotna staði eins og Ljóta poll, Landmannalaugar og Valagjá svo fátt eitt sé nefnt.

Ferðaáætlun:

1. dagur:
Þegar búið er að fá sér staðgóðan morgunmat og pakka öllu í trússbílinn sem á að vera meðferðis næstu daga er haldið af stað inní hesthús. Þegar hestar og knapar eru klárir er lagt af stað á mjúkum moldarslóðum meðfram kyrrlátri Rangá Ytri. Riðið er framhjá Hrólfstaðahelli og áð við gömlu grasi grónu torfkofana við Húsagarð. Þar er fengið sér nestið og haldið í framahaldi áfram í átt að Réttarnesi. Þaðan sem leið liggur að Leirubakka og að náttstaðnum Rjúpnavöllum. 5-6 klukkustundir á hestbaki.

2 dagur:
Lagt er af stað frá Rjúpnavöllum eftir morgunmat og þegar öllu er pakkað í bílinn. Haldið af stað og riðið yfir Hafið, en svo nefnist vikurbreiðan sem er á milli Heklu og Búrfells. Áð við Tröllkonuhlaup þar sem farið er yfir helstu staðarhætti. Því næst haldið áfram og stefnan tekin á Valahnjúka þar sem borðað er nestið. Eftir góða nestispásu er lagt af stað aftur og ríðum á frábærum götum uppí Landmannahellir þar sem gist er næstu þrjár nætur. 5-6 klukkustundir á hestbaki

3. dagur:
Stutt reiðleið þennan daginn en riðið er uppí Landmannalaugar í gegnum Dómadalinn. Riðið meðfram Frostastaðavatni og í gegnum Norðurnámuhraun. Hádegisverður framreiddur og boðið er uppá gönguferð eða ef vilji er fyrir hendi að skella sér beint í bað. 2-3 tímar á hestbaki. Keyrt aftur í Landmannahellir þar sem er gist.

4. dagur:
Keyrt til hestanna í Landmannalaugum og riðið af stað, farið eftir kindaslóðum í gegnum Norðurnámuhraun og uppá Ljóta poll. Því næst er haldið áfram og Hnausa pollur skoðaður. Nestispása tekin við Hnausana. Riðið fáfarna leið að Eskihlíðarvatni og þaðan að Löðmundarvatni. Endum þennan fallega dag í Landmannahelli. 4-5 klukkustundir á hestbaki.

5. dagur
Pakkað saman þar sem við yfirgefum Landmannahelli. Þegar allt er tilbúið er lagt í’ann. Riðið meðfram Herbjarnafellsvatni og borðað nesti í Lambafitjahrauni. Riðið meðfram börmum Valagjár. Tekinn sprettur á mjúkum vikurgötum í átt að Áfangagil þar sem gist er síðustu nóttina í túrnum. 4-5 klukkutímar á hestbaki.

6. dagur
Vaknað í fyrralagi þennan morguninn þar sem lengsti dagur ferðarinn í kílómetrum er fram undan. Hestarnir gerðir klárir og riðið er með rekstrinum allan daginn. Óneytanlega mjög skemmtilegt að vera umkringdur hestum þar sem spennan fyrir því að komast í heimahaga er áþreyfanleg. Lokum hringnum með að enda að ríða mjúku moldargöturnar meðfram Rangánni alla leið heim að Austvaðsholti, uppeldisstöðvum Hekluhesta. 7 klukkutímar á hestbaki.

Endilega hringið fyrir frekari upplýsingar í síma: 869 8953 eða sendið tölvupóst á hekluhesta@hekluhestar.is